Ölfus mætir Grindavík í Útsvari næstkomandi föstudag
Ölfus mætir Grindavík í Útsvari næstkomandi föstudag, 28. september.
Eins og allir vita unnu Árný, Hannes og Magnþóra Útsvarið í vor og þau munu halda áfram núna og reyna að landa sigrinum aftur.
Við hvetjum alla að koma í sjónvarpssal og hvetja þau áfram á föstudaginn. Útsending hefst kl 19:40 og mæting í Efstaleiti kl. 19:10.
24.09.2018