Eftirtaldar deiliskipulagstillögur voru samþykktar í bæjarstjórn Ölfuss þann 12. desember 2024 og 30. janúar 2025. Tillögurnar hafðu áður verið samþykktar til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.
Raufarhólshellir deiliskipulagsbreyting
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting fyrir Raufarhólshelli. Í deiliskipulagsbreytingunni felst að byggingarreitur stækkar til norðausturs og heimilað byggingamagn eykst um 250 m² úr 200 m² í 450 m².
Hámarkshæð húss eykst einnig úr 3 metrum í 6 metra yfir jarðvegsyfirborði og skilmálar fyrir þjónustuhús eru uppfærðir.
Raufarhólshellir deiliskipulag
Laxabraut 5 Fiskeldi deiliskipulagslýsing
Sett er fram skipulagslýsing fyrir deiliskipulag fiskeldis á Laxabraut 5 í Þorlákshöfn, (L172017). Á lóðinni er rekin fiskeldisstöð. Hugmyndir eru um stækkun starfseminnar og meiri framleiðslu.
Laxabraut 5 deiliskipulagslýsing
Sogn nýtt deiliskipulag
Lagt er fram nýtt deiliskipulag fyrir Sogn. Áætlað er að bæta við nokkrum fangarýmum í nánustu framtíð og auka vinnu- og afþreyingarmiðstöð fanga og gerir tillagan ráð fyrir nokkrum nýjum byggingarreitum fyrir þá uppbyggingu.
Sogn nýtt deiliskipulag
Surtsteigur nýtt deiliskipulag
Lagt er fram deiliskipulag fyrir lóðina Surtsteig í Ölfusi sem er 10,9 ha. Til stendur að reisa íbúðarhús og skemmu á lóðinni í samræmi við skilmála aðalskipulags.
Tillögurnar verða til kynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn til 20. mars 2025. Hægt er að senda ábendingar, athugasemdir eða fyrirspurnir um málin á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 20. mars 2025.
Eftirfarandi óverulegar aðalskipulagbreytingar eru auglýstar skv. 2. mgr. 36. gr. laga nr. 123/2010
Surtsteigur deiliskipulag
Akurgerði - óveruleg breyting aðalskipulags
Auglýst er óveruleg breyting aðalskipulags vegna landsins Akurgerði. Breytingin felur í sér að landnotkun verði breytt úr frístundabyggð í landbúnaðarland.
Skipulagsbreytingin var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Ölfuss sem haldinn var þann 26.9.2024
Akurgerði deiliskipulag
Hótel í Hafnarvík - óveruleg breyting aðalskipulags
Auglýst er óveruleg breyting á aðalskipulagi Ölfuss er lýtur að hóteli í Hafnarvík á skipulagsreit VÞ5. Í breytingunni felst að heildarfjöldi gistirýma er aukinn og einnig fjöldi gesta.
Skipulagsbreytingin var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Ölfuss sem haldinn var þann 28.11.2024
Hótel í Hafnarvík
Sigurður Steinar Ásgeirsson
Skrifstofu- og verkefnastjóri
Umhverfis- og framkvæmdasvið