Eftirtaldar deiliskipulagstillögur voru samþykktar í bæjarstjórn Ölfuss þann 27. febrúar 2025. Tillögurnar hafðu áður verið samþykktar til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting fyrir Sögustein á Grímslækjarheiði og er stærð skipulagssvæðis um 4,5 ha. Með breytingunni eru byggingarskilmálar uppfærðir í samræmi við endurskoðað Aðalskipulag Ölfus. Lóðir breytast ekki en nýir byggingarreitir eru afmarkaðir innan Hlíðaráss og Sögusteins 1 og skilmálar uppfærðir.
Hótel í Hafnarvík
Deiliskipulags greinagerð
Deiliskipulags uppdráttur
Deiliskipulagið hefur áður verið auglýst en er auglýst að nýju vegna breytingar á aðalskipulagi.
Lagt er fram deiliskipulag fyrir hótel og tengda starfsemi í Hafnarvík. Skipulagið er staðsett á ströndinni suðvestan við Golfvöll Þorlákshafnar. Skilgreind er ein 105.122 m2 lóð fyrir hótelbyggingu og tengda afþreyingarstarfsemi. Heimilt er að hótelbygging verði allt að 4 hæðir en aðrar byggingar á lóð 1-2 hæðir.
Virkjunarsvæði í Hverahlíð breyting á deiliskipulagi
Greinagerð
Skipulagsuppdráttur
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting vegna virkjunarsvæðisins í Hverahlíð. Breytingin er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi Ölfuss vegna jarðhitasvæða í Hverahlíð og Meitlum sem er á lokametrum skipulagsferlisins. Orkuveitan gerir ráð fyrir þeim orkukostum sem hafa verið skilgreindir í nýtingarflokki til að viðhalda virkjunum Orku náttúrunnar og eru þeir mikilvægir fyrir hitaveitu og rafmagnsframleiðslu. Fyrirhugað framkvæmdasvæði er við iðnaðarsvæðin I19 (Hverahlíðarvirkjun) og I20 (Gráuhnúkar)
Lagt er fram deiliskipulag fyrir Ytri-Grímslæk og Hraunkvíar sem eru saman um 9,2 ha. að stærð. Til stendur að afmarka 14 íbúðalóðir í samræmi við aðalskipulag Ölfuss reit ÍB17.
Aðalskipulagsbreytingar
Bakkamelur – breyting á aðalskipulagi
Aðalskipulagsbreyting greinagerð
Aðalskipulagsbreyting uppdráttur
Lögð er fram aðalskipulagsbreyting fyrir landið Bakkamel, reit ÍB30 í aðalskipulagi. Skipulagssvæðið verður stækkað úr 28 í 48 Ha og hámarks íbúðamagn aukið úr 25 í 95.
Tillagan var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Ölfus þann 30. janúar 2025 og samþykkt til auglýsingar af Skipulagsstofnun þann 17. febrúar 2025.
Lögð er fram aðalskipulagsbreyting vegna Mýrarsels á svæði við rætur Ingólfsfjalls. Samtals eru nú samþykktar 7 íbúðarhúsalóðir og 5 frístundalóðir. Allir landeigendur frístundalóðanna fimm hafa óskað eftir því að breyta frístundalóðunum Mýrarsel 8, 10, 12, 14 og 16 í íbúðarhúsalóðir og hafa áform um að byggja þar íbúðarhús. Aðalskipulagsbreytingin felur í sér að íbúðafjöldi eykst úr 7 í 12.
Tillagan var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 28. nóvember 2024 og samþykkt til auglýsingar af Skipulagsstofnun þann 13. desember 2024.
Lögð er fram aðalskipulagslýsing er fjallar um breytingu þéttbýlismarka Þorlákshafnar. Breytingin felur í sér að þéttbýlismörk eru stækkuð þannig að þau nái út fyrir iðnaðarsvæði á Víkursandi og þau fyrir sunnan Suðurstrandarveg.
Skipulagslýsing var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 27. febrúar 2025.
Tillögurnar verða til kynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn til 24. apríl 2025. Hægt er að senda ábendingar, athugasemdir eða fyrirspurnir um málin á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 24. apríl 2025.
Sigurður Steinar Ásgeirsson
Skrifstofu- og verkefnastjóri
Umhverfis- og framkvæmdasvið