Fréttir

jolatre

Söfnun jólatrjáa í Þorlákshöfn

Söfnun jólatrjáa, hreinsun og förgun flugelda og breytt opnun á gámasvæði.
Lesa fréttina Söfnun jólatrjáa í Þorlákshöfn
Þrettándabrennu aflýst

Þrettándabrennu aflýst

Þar sem spáð er norðaustanátt, 15 m/sek um klukkan sex í kvöld, hefur verið ákveðið að aflýsa þrettándabrennu með tilheyrandi blysför og flugeldasýningu.

Lesa fréttina Þrettándabrennu aflýst
Merki Ölfuss

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022

Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að færa lyktarmengandi iðnað fjær íbúðabyggð og minnka vægi stórra iðnaðarsvæða fyrir orkufrekan iðnað.
Lesa fréttina Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022
Bókapakkar í íþróttahúsinu

Ýmislegt jákvætt um Þorlákshöfn og Ölfusið

Rétt fyrir jólin settu starfsmenn bókasafnsins upp bókagjafaborð í íþróttahúsinu. Reyndar voru innpakkaðar bækurnar ekki alveg ókeypis, heldur urðu áhugasamir að skrifa á miða eitthvað jákvætt um Þorlákshöfn eða Ölfusið áður en þeim bauðst að velja sér bókapakka.
Lesa fréttina Ýmislegt jákvætt um Þorlákshöfn og Ölfusið
Merki Ölfuss

Lægri þrýstingur á vatnsveitu

Truflanir á afhendingu vatns.
Lesa fréttina Lægri þrýstingur á vatnsveitu
Gyða Dögg

Gyða Dögg akstursíþróttakona ársins

Í gær tilkynntu Samtök íþróttamanna um niðurstöðu á kjöri íþróttamanns ársins í Silfurbergi í Hörpu. Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir var kjörinn Íþróttamaður ársins 2015 af Samtökunum. Ölfusingar áttu fulltrúa á svæðinu, en það var hún Gyða Dögg Heiðarsdóttir sem ásamt Ingva Birni Birgissyni tók á móti viðurkeningum ÍSÍ sem mótorhjólaakstursíþróttamaður MSÍ árið 2015

Lesa fréttina Gyða Dögg akstursíþróttakona ársins
Merki Ölfuss

Breyttur opnunartími gámasvæðis

Frá áramótum verður opnunartími gámasvæðis sem hér segir:
Lesa fréttina Breyttur opnunartími gámasvæðis
Tónlneikar með Kammerkór Suðurlands

Tónar við hafið í Þorlákskirkju

Síðustu tónleikar Tóna við hafið á árinu verða haldnir í Þorlákskirkju mánudaginn 28. desember, á afmælisdegi Ingimundar Guðjónssonar heitins, eins af frumbyggjum Þorlákshafnar.

Lesa fréttina Tónar við hafið í Þorlákskirkju
Bókapakkar í íþróttahúsinu

Langar þig í bók?

Bókasafnið stendur fyrir skemmtilegu verkefni í íþróttahúsinu.  Þar er búið að koma fyrir innpökkuðum bókum á borði og gefst gestum tækifæri til að eignast bókapakka. Ekki eru þó bækurnar gefins, því vinna þarf fyrir pakkanum með því að skrifa eitthvað fallegt eða jákvætt um Ölfusið eða Þorlákshöfn á miða og stinga í krukku sem stendur á pakkaborðinu.
Lesa fréttina Langar þig í bók?
Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri í jólapeysu

Jólastemning í ráðhúsinu

Það er jólastemning í ráðhúsi Ölfuss þessa síðustu daga fyrir jól. Í Landsbankanum er boðið upp á konfektmola, á bókasafninu er kveikt á kerti og boðið upp á piparkökur og á bæjarskrifstofum taka jólaskreytingar á móti gestum, en þar mætti bæjarstjórinn í jólapeysu í vinnuna.
Lesa fréttina Jólastemning í ráðhúsinu