Líf og fjör í Íþróttamiðstöðinni
Mikið líf og fjör er í Íþróttamiðstöðinni þessa dagana. Bæjarbúar geisla af heilbrigði og er mikill áhugi á hreyfingu og útivist. Sundíþróttin er alltaf vinsæl og margir synda sér til heilsubótar eða fara í vatnsleikfimi, síðan er nauðsynlegt að fara í heitu pottana eða gufu á eftir og slaka örlítið á. Leikjaland innisundlaugarinnar hefur mikið aðdráttarafl og eru foreldrar að koma með börnin sín í þessa notalegu vetrarvin sem hefur slegið í gegn hjá fjölskyldufólki af öllu Suðurlandi.
15.02.2010