Fréttir

 Vel heppnað músíkmaraþon í Þorlákshöfn

  Síðastliðinn laugardag var í fyrsta skipti efnt til músíkmaraþons í Þorlákshöfn. Maraþonið var hluti af tónleikaröðinni Tónum við hafið og haldið í þeim tilgangi að vekja athygli á því fjölbreytta og gróskumikla tónlistarstarfi sem fram fer á svæðinu...
Lesa fréttina  Vel heppnað músíkmaraþon í Þorlákshöfn

Grænfáninn afhentur Grunnskólanum í Þorlákshöfn

Það var hátíðleg stund í Grunnskólanum í Þorlákshöfn þegar nemendur, starfsfólk skólans og gestir, þ.á. m. settur bæjarstjóri Guðni...
Lesa fréttina Grænfáninn afhentur Grunnskólanum í Þorlákshöfn

Tilkynning frá Almannavörnum

  Almannavarnanefnd Árnessýslu kom saman til fundar kl. 11:00 í morgun.  Á fundinn mætti Ágúst Gunnar Gylfason frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og var farið yfir stöðuna vegna goss í Eyjafjallajökli og hugsanlegar afleiðingar af því  í Árnessýslu. Veðurspá...
Lesa fréttina Tilkynning frá Almannavörnum

Músíkmaraþon í Þorlákshöfn

Margir tónlistarhópar taka þátt, m.a. Lúðrasveit og Söngfélag Þorlákshafnar, Tónar og Trix og hljómsveitirnar The Fallen Prophecy og The Assassin of a beautiful Brunette sem tóku þátt í  Músíktilraunum. Síðarnefnda hljómsveitin lenti í þriðja sæti og var valin...
Lesa fréttina Músíkmaraþon í Þorlákshöfn

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Versölum þriðjudaginn 13. apríl sl.   Að þessu sinni komu nemendur úr Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar til keppninnar. Aðalmarkmið keppninnar er að vekja áhuga og athygli í skólum á vönduðum upplestri og framburði...
Lesa fréttina Stóra upplestrarkeppnin

Kraftur í ungu tónlistarfólki

  Undanfarið hefur ungt tónlistarfólk úr Þorlákshöfn vakið athygli vegna þátttöku í keppnum og á tónleikum. Hljómsveitin The Fallen Prophecy tók þátt í undankeppni Músíktilrauna og vakti mikla lukku er hún spilaði á árshátíð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn ...
Lesa fréttina Kraftur í ungu tónlistarfólki

Fyrsta áburðarskipið

Fyrsta áburðarskipið þetta vorið kom til Þorlákshafnar á Páskadag.  Byrjað var að landa áburði á annan í páskum.  Nú var landað 2.400 tonnum af áburði sem var...
Lesa fréttina Fyrsta áburðarskipið

Band frá Þorlákshöfn í undanúrslitum Músíktilrauna

Músíktilraunir er tónlistarhátíð sem stendur yfir í fimm daga. Ungmenni á aldrinum 13-25 ára geta sótt um þátttöku. Um 40 hljómsveitir spila síðan á undankvöldum og keppa um að komast áfram í úrslitakeppnina. Meðal þeirra sem keppa á undankvöldum þetta...
Lesa fréttina Band frá Þorlákshöfn í undanúrslitum Músíktilrauna

Hjaltalín og lög Jóns Múla á Tónum við hafið

Næstu tónleikar Tóna við hafið verða miðvikudaginn 24. mars. Þá mæta í Þorlákshöfnina tónlistarmenn sem standa upp úr í íslensku tónlistarlífi um þessar mundir ef marka má íslensku tónlistarverðlaunin sem afhent voru síðustu helgi. Það eru hljómsveitin Hjaltalín sem hlaut verðlaun fyrir plötu ársins 2009 og Sigríður Thorlacius ásamt Heiðurspiltum, en Sigríður var valin rödd ársins 2009.

Lesa fréttina Hjaltalín og lög Jóns Múla á Tónum við hafið

Myndir frá gosinu

Margir fylgjast með gosinu í Eyjafjallajökli. Hér í Þorlákshöfn má sjá til gossins í góðu skyggni. Látum við fylgja með myndir sem teknar voru af gónhólnum okkar. (Tvísmellið á myndirnar til að fá þær stórar)....
Lesa fréttina Myndir frá gosinu