Ekki vitað um skemmdir eftir óveðrið sem gekk yfir
Vel var staðið að undirbúningi fyrir óveðrið sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt. Íbúar, stofnanir og fyrirtæki festu alla lausamuni, nemendur voru sóttir í skólann eins og óskað var eftir og fólk hélt sig heima fyrir eins og mælt hafði verið með.