Heit list í Hellisheiðarvirkjun - Mikið fjölmenni við opnun sýningar
Mikið fjölmenni var við opnun sýningar sem haldin var í Hellisheiðarvirkjun síðastliðna helgi. Ýmsir listamenn komu fram, m.a. Kyrjukórinn úr Þorlákshöfn og listakonur sem sýndu verk sín auk þess sem nemendur úr Landbúnaðarháskólnum sýndu blómaskreytingar.